Skilmálar

Með því að leggja inn pöntun hjá HISS ehf. samþykkir þú eftirfarandi skilmála. Hafir þú spurningar varðandi skilmálana, vinsamlegast sendu þá fyrirspurn á hiss@hiss.is

Greiðsla
Hægt er að greiða hér á síðunni með öllum helstu kreditkortum í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Greiðsluferlið fer fram í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Valitor.

Einnig er hægt að millifæra innan sólahrings frá kaupum og senda kvittun á hiss@hiss.is
Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma fer vara/vörur aftur í almenna sölu.

Reikningsnúmer:
0545-26-4635
Kt: 700408-1590

Sendingarmáti
Afhending og sendingarkostnaður
Ef að þú vilt fá sent með póstkröfu eða með heimkeyrslu ber kaupanda að greiða kröfu og burðarkjald sem bætist á upphæðina eftirá.
Við sendum vörurnar með Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Póstsins um dreifingu og afhendingu. Það má lesa um þá hér: http://www.postur.is HISS ehf. tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.

Þegar þú leggur inn pöntun hjá HISS ehf. og hefur greitt vöruna afgreiðum við hana og förum með hana á pósthús næsta virka dag. Pósturinn er yfirleitt 1-3 virka daga að koma vörunni til þín. Við geymum ógreiddar pantanir í sólarhring. Ef að ekki er búið að sækja vöruna innan þess tíma verður hún aftur sett í almenna sölu.
Vörur sem eru greiddar fyrir kl.16:00 á virkum dögum fara í póst frá okkur samdægurs.

Varan er 1-3 virka daga á leiðinni frá póstinum nema annað sé tekið fram.

Sendingarnúmer fylgir þinni pöntun svo þú getur fylgst með sendingunni þinni á http://www.postur.is

Fyrirvari
HISS ehf. áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, og myndir eru birtar með fyrirvara um myndabrengl. HISS ehf. áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.

Litbrigði
HISS ehf. ábyrgist ekki að litbrigði mynda séu 100% eins og þau birtast í raunveruleikanum. Þetta gæti stafað af ólíkum eiginleikum tölvuskjáa og eða lýsingu á ljósmyndinni.

Persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. HISS ehf. mun ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna, nema svo beri skylda gagnvart lögum.

Skilaréttur/skipti
Við vonum að þú sért fullkomlega sátt/ur við vörurnar sem þú færð sendar frá HISS ehf. Ef varan hins vegar passar þér ekki eða hentar þér ekki hefur þú 14 daga skiptirétt frá útgáfudegi reiknings fyrir vörur sem keyptar eru í netverslun HISS ehf.

Skiptiréttur gildir að því tilskildu að varan sé ónotuð, óþvegin og í upprunalegu ástandi með verðmerkingunum á. HISS ehf. áskilur sér rétt til þess að neita að taka við vöru séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt. Kvittunin þarf að fylgja með þegar vöru er skipt.

Þegar vara er keypt á vefsíðu HISS ehf. er hægt að skipta vörunni í aðra vöru fyrir sömu upphæð og vörunnar sem skilað var. Einnig hefur viðskiptavinur það val að fá inneignarnótu að verðmæti vörunnar sem skilað er.
Ef vara er keypt á útsölu þá er eingöngu hægt að skipta henni í aðra útsöluvöru. Vöru sem skipt er á útsölu þarf að skipta innan 7 daga frá því hún var keypt og miðast þá verðið við verðið á vörunni daginn sem henni er skipt. Ekki er hægt að fá innleggsnótu þegar vörum á útsölu er skipt.

Ef skipta á vöru með póstsendingu skal hún send á eftir farandi heimilisfang:

HISS ehf.
Fossháls 1
110 Reykjavík

Ef vöru er skipt í gegnum póstsendingu ber kaupandi allan kostnað af flutningsgjöldum (kvittun fyrir vörukaupum þarf í öllum tilvikum að fylgja með). Þegar önnur vara er send til viðskiptavinar í staðinn fyrir vöruna sem er skilað borgar HISS ehf. sendingarkostnaðinn þegar sent er innanlands.
Ekki er hægt að skipta vörum á lokaútsölu nema varan sé gölluð eða þú hefur fengið senda ranga vöru.

Ef pakkinn sem þú sendir til okkar til baka skilar sér ekki, munum við biðja þig um að sýna fram á að þú hafir sent hann með því að sýna okkur kvittun frá póstinum. Ef þú getur ekki framvísað kvittuninni áskiljum við okkur rétt til þess að neita að skipta vörunni.

Endurgreiðsla
Athugið að endurgreiðsla gildir ekki á útsöluvörum. Ef varan er keypt í gegnum netið getur kaupandi hætt við kaupin í 14 daga frá afhendingu vörunnar og fengið endurgreitt. Eftir 14 daga er endurgreiðsla framkvæmd í formi inneignarnótu eða þá skipti í aðra vöru.

Skilaréttur gildir að því tilskildu að varan sé ónotuð, óþvegin og í upprunalegu ástandi með verðmerkingunum á. HISS ehf. áskilur sér rétt til þess að neita að taka við vöru tilbaka séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt.

Þegar þú sendir vöruna til baka geymdu þá kvittunina fyrir sendingunni sem sönnun fyrir því að þú hafir sent hana af stað.

Ef varan sem þú skilar mætir þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla til þess að fá endurgreiðslu munt þú fá staðfestingu í tölvupósti á því að þú eigir rétt á endurgreiðslu.

Það getur tekið allt að 14 daga að fá endurgreitt frá deginum sem þú færð staðfestingartölvupóstinn.

Við endurgreiðum yfirleitt á sama hátt og þú greiddir fyrir pöntunina upphaflega.

Gölluð vara eða röng vara í pöntun
Ef þú færð senda gallaða vöru eða ranga pöntun, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á hiss@hiss.is með upplýsingum um pöntunarnúmer og nafn vörunnar sem um ræðir. Ef varan er gölluð sendu okkur þá nákvæma lýsingu og mynd af gallanum. Við munum í framhaldinu kanna málið og hafa svo samband við þig í tölvupósti um hver næstu skref verða.
Ef vara er á einhvern hátt gölluð eða kaupandi fær senda ranga vöru endurgreiðir HISS ehf. sendingarkostnaðinn sem fellur til við skil á vöru, með því skilyrði að varan sé send á lægsta sendingargjaldi og nótan fyrir sendingunni fylgi með.

Ef ekki er til ný vara í stað gallaðrar/rangrar vöru og ekki er hægt að bæta vöruna fæst varan endurgreidd innan við 14 daga. Eftir 14 daga er endurgreitt í formi inneignarnótu.